Elisabeth Klopp, móðir Jürgens Klopps knattspyrnustjóra Liverpool, lést á dögunum í Þýskalandi, 81 árs að aldri.
Vegna strangra ferðatakmarkana vegna kórónuveirufaraldursins getur þýski stjórinn ekki mætt í jarðarför móður sinnar.
Klopp er yngstur þriggja systkina en faðir hans, Norbert Klopp, lést árið 2000, þá 66 ára gamall, eftir langvinn veikindi.
Knattspyrnustjórinn skrifaði falleg minningarorð um móður sína í þýska miðilinn Schwarzwälder-Bote sem birtist í dag.
„Hún var mér allt,“ skrifaði Klopp.
„Hún var alvörumóðir í öllum skilningi þessa orðs. Ég veit að hún er á betri stað í dag.
Um leið og aðstæður leyfa höldum við fallega kveðjustund fyrir hana,“ bætti Klopp við.