Chelsea síðasta liðið í átta liða

Tammy Abraham skoraði sigurmarkið.
Tammy Abraham skoraði sigurmarkið. AFP

Chelsea tryggði sér í kvöld síðasta sætið í átta liða úrslitum enska bikarsins í fótbolta með 1:0-útisigri á B-deildarliði Barnsley. Tammy Abraham skoraði sigurmarkið á 64. mínútu. 

Þrátt fyrir að Chelsea hafi verið miklu meira með boltann lék Barnsley vel gegn stjörnunum í úrvalsdeildinni og áttu heimamenn fjórtán skot gegn sex. Þá skoraði Chelsea með eina skoti sínu á markið. 

Dregið var í átta liða úrslit keppninnar fyrr í kvöld og fær Chelsea botnlið úrvalsdeildarinnar í Sheffield United í heimsókn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert