Dregið var í átta liða úrslit enska bikarsins í fótbolta í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton mæta toppliði ensku úrvalsdeildarinnar, Manchester City, á heimavelli.
Leikir átta liða úrslitanna fara fram 20. og 21. mars. Gylfi átti stóran þátt í að Everton tryggði sér sæti í átta liða úrslitunum er hann lagði upp þrjú mörk og skoraði eitt í 5:4-sigri á Tottenham í gær.
Manchester United mætir Leicester á útivelli og Chelsea eða Barnley fær Sheffield United í heimsókn. Þá mætast Bournemouth og Southampton í suðurstrandarslag.
Leikur Barnsley og Chelsea er lokaleikur 16-liða úrslitanna en hann var flautaður á klukkan 20.
Átta liða úrslit enska bikarsins:
Everton - Manchester City
Bournemouth - Southampton
Leicester - Manchester United
Barnsley eða Chelsea - Sheffield United