Southampton áfram á kostnað Úlfanna

Leikmenn Southampton fagna í kvöld.
Leikmenn Southampton fagna í kvöld. AFP

Southampton er komið í átta liða úrslit enska bikarsins í fótbolta eftir 2:0-útisigur á Wolves í næstsíðasta leik 16-liða úrslitanna í kvöld. 

Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Danny Ings gestaliðinu yfir og Stuart Armstrong gulltryggði 2:0-sigur Wolves á lokamínútunni. 

Lokaleikur 16-liða úrslitanna fer fram síðar í kvöld er B-deildarlið Barnsley og Chelsea mætast. Manchester United, Manchester City, Everton, Sheffield United, Leicester og Bournemouth hafa þegar tryggt sér sæti í átta liða úrslitum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert