Manchester City vann í kvöld öruggan 3:0-sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Með sigrinum fór City upp fyrir United og upp í annað sætið.
Lucy Bronze kom City yfir með marki á 23. mínútu og var staðan í hálfleik 1:0. Hún breyttist í 2:0 á 72. mínútu með marki frá Lauren Hemp og Caroline Weir gulltryggði 3:0-sigur bláa liðsins í Manchester á 84. mínútu.
María Þórisdóttir lék allan leikinn með United en hún kom til félagsins frá Chelsea á dögunum. Chelsea er í toppsætinu með 35 stig, City í örðu með 33 og United í þriðja með 32 stig.