Fabinho, varnartengiliður enska knattspyrnuliðsins Liverpool, er meiddur og mun missa af leik liðsins gegn Leicester City í ensku úrvalsdeildinni á morgun.
Fabinho missti af þremur leikjum í deildinni á dögunum vegna meiðsla áður en hann sneri aftur í byrjunarlið Liverpool í 1:4 tapinu gegnu Manchester City um síðustu helgi.
Í dag staðfesti Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, að Fabinho hafi meiðst í leiknum gegn Man City og verður því að minnsta kosti frá þennan eina leik gegn Leicester.