Lykilmaður Leicester frá út tímabilið

James Justin engist um af sársauka eftir að hafa skaddað …
James Justin engist um af sársauka eftir að hafa skaddað liðbönd í hné í leik Leicester gegn Brighton á miðvikudaginn. AFP

James Justin, bakvörður enska knattspyrnuliðsins Leicester City verður frá í langan tíma eftir að hafa meiðst illa á hné í 1:0 sigri liðsins gegn Brighton & Hove Albion í ensku bikarkeppninni á miðvikudagskvöld.

Justin, sem hefur átt mjög gott tímabil í vinstri bakverði hjá þrátt fyrir að vera að upplagi hægri bakvörður, skaddaði liðbönd í hné og verður frá út þetta tímabil hið minnsta og líklega lengur.

Þetta staðfesti Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester, á blaðamannafundi í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert