Frábær í markalausum leik

Emiliano Martínez var frábær í marki Aston Villa í kvöld.
Emiliano Martínez var frábær í marki Aston Villa í kvöld. AFP

Brighton og Aston Villa skildu jöfn í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld, 0:0. Heimamenn fengu færin til að kreista fram sigurmark og geta verið svekktir með úrslitin.

Heimamenn í Brighton áttu 26 marktilraunir í kvöld, þar af níu á markið, gegn fjórum hjá gestunum sem voru langt frá sínu besta. Maður leiksins var án vafa Emiliano Martínez í marki Aston Villa sem varði oft og tíðum vel.

Brighton er í 15. sæti deildarinnar með 26 stig eftir 24 leiki, ellefu stigum fyrir ofan fallsæti og siglir liðið því nokkuð lygnan sjó. Aston Villa er í 8. sæti með 36 stig, fór upp fyrir Tottenham með stiginu en mistókst að fara upp fyrir Everton í 7. sætinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert