Ensku leikmennirnir James Maddison, Jamie Vardy og Harvey Barnes skoruðu mörk Leicester City þegar liðið fór upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 3:1 sigri á Liverpool í dag.
Um miðjan síðari hálfleikinn hafði Mohamed Salah komið Liverpool yfir en Leicester svaraði með þremur mörkum á sex mínútna kafla seint í leiknum.
Öll mörkin og allt það helsta úr viðureign Leicester gegn Liverpool má sjá í spilaranum hér að ofan.