Jóhann Berg Guðmundsson kom Burnley á bragðið í öruggum 3:0 sigri liðsins gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Markið hans kom strax á fimmtu mínútu leiksins og tvöfaldaði Jay Rodriguez forystu Burnley skömmu síðar áður en Matthew Lowton rak smiðshöggið snemma í síðari hálfleik með glæsilegu marki.
Öll mörk leiksins má sjá í spilaranum hér að ofan.