Fjórði sigur Chelsea í röð

Timo Werner og Cesar Azpilicueta fagna marki þess fyrrnefnda í …
Timo Werner og Cesar Azpilicueta fagna marki þess fyrrnefnda í kvöld. AFP

Chelsea vann sinn fjórða deildarleik í röð þegar liðið fékk Newcastle í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Stamford Bridge í London í kvöld.

Olivier Giroud kom Chelsea yfir strax á 31. mínútu og Timo Werner bætti við öðru marki Chelsea, átta mínútum síðar.

Ekki voru fleiri mörk skoruð í leiknum og Chelsea fagnaði 2:0-sigri í leikslok.

Chelsea fer með sigrinum upp í fjórða sæti deildarinnar í 42 stig en Newcastle er í sautjánda sætinu með 25 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert