West Ham er komið í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 3:0-sigur gegn Sheffield United í deildinni á London-vellinum í Lundúnum í kvöld.
Declan Rice kom West Ham yfir undir lok fyrri hálfleiks með marki úr vítaspyrnu sem Jesse Lingard fiskaði.
Issa Diop bætti við öðru marki West Ham á 58. mínútu og það var svo Ryan Fredericks sem innsiglaði sigur West Ham með marki í uppbótartíma, nýkominn inn á sem varamaður.
West Ham er með 42 stig í fjórða sæti deildarinnar en Sheffield United er í neðsta sætinu með 11 stig, 14 stigum frá öruggu sæti.