Leikmaður Fulham með veiruna

Aleksandar Mitrovic ræðir hér við Craig Pawson dómara í leik …
Aleksandar Mitrovic ræðir hér við Craig Pawson dómara í leik Fulham í vetur. AFP

Enska knattspyrnufélagið Fulham hefur staðfest að framherji liðsins, Aleksandar Mitrovic hefur greinst með kórónuveiruna.

Serbneski landsliðsmaðurinn var ekki með Fulham sem vann frækinn 2:0-sigur gegn Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í Everton í gærkvöldi en ástæðan fyrir fjarveru hans er sú að hann reyndist vera með veiruna eftir skimun í gærdag.

Líklegt er að Mitrovic missi af næstu tveimur leikjum Fulham, gegn Burnley á miðvikudaginn og svo Sheffield United næsta laugardag. Serbinn er einn af mörgum leikmönnum úrvalsdeildarinnar sem braut sóttvarnareglur yfir hátíðirnar en hann sást í fjölmennu samkvæmi á nýársnótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert