Declan Rice skoraði fyrsta mark West Ham úr vítaspyrnu þegar liðið fékk Sheffield United í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.
Það var Jesse Lingard sem fiskaði vítaspyrnuna eftir að Chris Basham hafði brotið á honum innan teigs en brotin verða ekki mikið augljósari.
Þá voru þeir Issa Diop og Ryan Fredericks einnig á skotskónum í liði West Ham sem vann öruggan 3:0-sigur.
Leikur West Ham og Sheffield United var sýndur beint á Síminn Sport.