Timo Werner skoraði langþráð mark fyrir Chelsea þegar liðið fékk Newcastle í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.
Werner skoraði annað mark Chelsea á 39. mínútu eftir að Olivier Giroud hafði komið Chelsea yfir á 31. mínútu.
Werner skoraði síðast í ensku úrvalsdeildinni 4. nóvember síðastliðinn í 4:1-sigri Chelsea gegn Sheffield United en Werner var búinn að spila þúsund mínútur án þess að skora áður en hann kom boltanum í netið í kvöld.
Leikur Chelsea og Newcastle var sýndur beint á Síminn Sport.