Tuchel hefur ekki áhyggjur

Tammy Abraham fagnar hér sigurmarki sínu gegn Barnsley í enska …
Tammy Abraham fagnar hér sigurmarki sínu gegn Barnsley í enska bikarnum. AFP

Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, segist ekki hafa áhyggjur af framherjanum Tammy Abraham. Þjóðverjinn tók við stjórnartaumum Lundúnaliðsins í síðasta mánuði og hefur Abraham ekki byrjað deildarleik síðan.

Framherjinn skoraði þó sitt fyrsta mark undir stjórn Tuchels á dögunum er hann skoraði sigurmarkið gegn Barnsley í enska bikarnum en Abraham, sem er orðinn 23 ára, komst fyrst inn í Chelsea-liðið undir stjórn Franks Lampards sem var rekinn skömmu eftir áramót.

Þá er Abraham sagður vilja nýjan samning en hann hefur ekki skrifað undir hjá félaginu síðan hann byrjaði að slá í gegn með aðalliðinu. Hann á tvö og hálft ár eftir af núverandi samning.

„Ég þekki ekki samningsstöðu leikmannanna, ég vil ekki blanda því saman við hvort menn fái að spila eða ekki,“ sagði Tuchel á blaðamannafundi fyrir leik Chelsea gegn Newcastle í kvöld.

„Abraham átti skilið að spila gegn Barnsley, hann er jákvæður og metnaðarfullur leikmaður og hann getur náð árangri hérna, engin spurning. Ég hef engar áhyggjur.“

Thomas Tuchel.
Thomas Tuchel. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert