Ashley Barnes reyndist hetja Burnley þegar liðið fékk Fulham í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Turf Moor í Burnley í kvöld.
Leiknum lauk með 1:1-jafntefli en Barnes jafnaði metin fyrir Burnley á 52. mínútu eftir stoðsendingu Jay Rodriguez.
Ola Aina kom Fulham yfir í upphafi síðari hálfleiks en Fulham er með 19 stig í átjánda sæti deildarinnar.
Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley í kvöld en fór meiddur af velli á 40. mínútu.
Burnley er í fimmtánda sæti deildarinnar með 27 stig.