Thierry Henry aftur til Englands?

Thierry Henry.
Thierry Henry. AFP

Frakkinn Thierry Henry gæti verið að fá knattspyrnustjórastarf á Englandi ef marka má fréttir í enskum fjölmiðlum. 

Henry er knattspyrnustjóri hjá kanadíska liðinu CF Montreal í MLS-deildinni amerísku og stýrði áður Mónakó í Frakklandi. 

Henry er nú orðaður við knattspyrnustjórastarfið hjá Bournemouth sem leikur í ensku b-deildinni en var í úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. 

Jason Tindall var rekinn úr starfinu hjá Bournemouth fyrir um tveimur vikum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert