Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, fór meiddur af velli í fyrri hálfleik í leik Burnley og Fulham sem nú stendur yfir í ensku úrvalsdeildinni.
Jóhann Berg sem skorað hafði í tveimur leikjum í röð í deildinni fór út af á 40. mínútu.
Jóhann fór í tæklingu og lá eftir á vellinum. Líklega meiddist hann í fæti. Í lýsingu BBC kemur fram að Jóhann hafi strax gefið merki um að hann þyrfti að fara út.
Þegar út af var komið fór Jóhann beint inn í búningsklefa þar sem sjúkrateymi Burnley getur athugað málið.