Burnley og Fulham gerðu 1:1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.
Markalaust var í fyrri hálfleik en Ola Aina kom Fulham yfir í upphafi síðari hálfleiks með marki eftir hornspyrnu.
Ashley Barnes jafnaði eftir fínan undirbúning Jay Rodriguez á 52. mínútu.
Mörkin má sjá í meðfylgjandi myndskeiði en leikurinn var í beinni útsendingu hjá Símanum Sport.