Á réttri leið eftir höfuðkúpu­brot

Raúl Jimé­nez, fram­herji enska knatt­spyrnu­fé­lags­ins Wol­ves, er byrjaður að æfa.
Raúl Jimé­nez, fram­herji enska knatt­spyrnu­fé­lags­ins Wol­ves, er byrjaður að æfa. AFP

Endurhæfing Raúl Jimé­nez, fram­herja enska knatt­spyrnu­fé­lags­ins Wol­ves, gengur vel en hann er byrjaður að æfa og hreyfa sig eftir að hafa höfuðkúpubrotnað í leik með liðinu í nóvember.

Jimé­nez var bor­inn af velli í leik Wolves og Arsenal eft­ir harka­legt samstuð við Dav­id Luiz, miðvörð Arsenal, en hann var í rúma viku á spít­ala að jafna sig eft­ir at­vikið. Þá þurfti Mexíkóinn að fara í aðgerð.

„Hann er byrjaður að æfa og endurhæfingin gengur vel, það er samt enn langt í land,“ sagði Nuno Santo, þjálfari Wolves, við Sky Sports. Úlfarnir hafa átt erfitt uppdráttar án síns helsta markaskorara, hafa aðeins unnið 13 af mögulegum 42 stigum frá því að Jiménez meiddist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert