Illan Meslier markvörður Leeds fékk skráð á sig sigurmarkið í 0:1-tapi fyrir Wolves í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Meslier fékk boltann í sig eftir þrumuskot frá Adama Traoré í slána og þaðan fór hann inn. Reyndist það eina markið í jöfnum og spennandi leik.
Markið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.