Fulham hafði betur gegn Sheffield United, 1:0, í fallbaráttuslag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Fulham var sterkari aðilinn allan leikinn og var sigurinn sanngjarn en Ademola Lookman skoraði sigurmarkið á 61. mínútu.
Fulham er þrátt fyrir sigurinn enn í fallsæti með 22 stig, þremur stigum frá öruggu sæti. Sheffield United er límt við botninn með ellefu stig.