Gylfi Þór Sigurðsson var á skotskónum er Liverpool og Everton mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Íslenski landsliðsmaðurinn byrjaði á varamannabekk Everton en leysti André Gomes af hólmi á 59. mínútu. Gylfi nýtti tækifærið vel því hann skoraði úr víti á 83. mínútu.
Markið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en þegar fréttin er skrifuð er staðan 2:0 og uppbótartíminn rétt að byrja.
Mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.