Japanski sóknarmaðurinn Takumi Minamino kom Southampton á bragðið þegar liðið gerði jafntefli gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Minamino skoraði þar með annað mark sitt í deildinni í þriðja leik sínum fyrir Southampton eftir að hann kom að láni frá Liverpool í byrjun mánaðarins.
Mason Mount jafnaði metin úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur snemma í síðari hálfleik og þar við sat.
Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.