Hermann Hreiðarsson var sérstakur gestur í Vellinum á Símanum sport í kvöld. Hermann er leikjahæsti Íslendingurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.
Varnarmaðurinn var ansi harður í horn að taka sem leikmaður, eins og sjá má í myndskeiðinu í spilaranum hér fyrir ofan. Þá fagnaði hann eitt sinn marki með því að skella sér upp í stúku til að fagna með stuðningsmönnum.
Sjón er sögu ríkari en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.