Manchester City vann sinn þrettánda sigur í röð í ensku úvalsdeildinni í fótbolta er liðið lagði Arsenal á útivelli í dag, 1:0.
Rahee Sterling skoraði sigurmarkið strax á annarri mínútu með skalla úr teignum eftir fyrirgjöf frá Riyad Mahrez.
Þrátt fyrir mikla yfirburði og nokkur góð færi tókst City ekki að bæta við öðru marki gegn slöku Arsenal-liði sem skapaði lítið sem ekki neitt.
City er með 59 stig og tíu stiga forskot á toppi deildarinnar. Arsenal er í tíunda sæti með 34 stig.
Arsenal | 0:1 | Man. City |
Opna lýsingu ![]() ![]() |
![]() ![]() |
---|---|---|---|---|
90. mín. Leik lokið Þrettándi sigur Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í röð. Sigurmarkið kom snemma leiks. | ||||
Augnablik — sæki gögn... |