Skipulagsráð Liverpoolborgar samþykkti í dag samhljóða umsókn frá Everton um að fá að byggja nýjan og glæsilegan knattspyrnuleikvang á Bramley Moore-hafnarsvæðinu í norðurhluta borgarinnar.
Málið er þar með komið í hendur ráðuneytis til endanlegrar úrvinnslu.
Nýi leikvangurinn á að rúma tæplega 53 þúsund manns í sæti og hann leysir af hólmi hinn sögufræga Goodison Park sem hefur verið heimavöllur Everton í rúmlega 128 ár, eða frá árinu 1892. Goodison Park rúmar ríflega 39 þúsund manns í sæti en þar var m.a. leikinn undanúrslitaleikur á heimsmeistaramótinu 1966. Þá lék enska landsliðið oft heimaleiki sína í meistarakeppni Bretlandseyja á vellinum á árunum 1895 til 1953.
Undirbúningsvinna fyrir byggingu nýja leikvangsins hefur staðið yfir í fimm ár en önnur staðsetning við ána Mersey var einnig í kortunum lengi vel.
Tölvumynd af nýja leikvanginum má sjá hér fyrir neðan:
#BREAKINGNEWS: #Liverpool City Council's planning committee unanimously approve @Everton FC's application to build a 52,888 seater stadium at #BramleyMooreDock in North #Liverpool.
— Liverpool City Council | #StayHome (@lpoolcouncil) February 23, 2021
Decision will now go to Secretary of State @mhclg for consideration. pic.twitter.com/h2pqoGFpR8