Leeds skoraði þrívegis í síðari hálfleik þegar liðið tók á móti Southampton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og vann 3:0.
Öll mörkin í kvöld skoruðu Leedsarar með vinstri.
Patrick Bamford skoraði með hnitmiðuðu skoti út við stöng eftir stungusendingu frá Tyler Roberts og kom Leeds yfir á 47. mínútu eftir markalausan fyrri hálfleik.
Eftir ágæta skyndisókn fékk Stuart Dallas boltann við vítateiginn og kom boltanum í netið.
Þriðja markið kom beint úr aukaspyrnu en hana tók Brasilíumaðurinn Raphinha.
Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á Síminn Sport.