Norski knattspyrnumaðurinn Erling Braut Haaland er afar eftirsóttur þessa dagana en hann er samningsbundinn Borussia Dortmund í Þýskalandi.
Haaland, sem er tvítugur að árum, er samningsbundinn Dortmund til sumarsins 2024 en hann er með klásúlu í samningi sínum sem gerir honum kleift að yfirgefa þýska félagið fyrir 67 milljónir punda næsta sumar.
Þrátt fyrir ugan aldur hefur Haaland raðað inn mörkunum á þessari leiktíð en hann hefur skorað 17 mörk í sautján leikjum í þýsku 1. deildinni á tímabilinu.
Alls hefur hann skorað 36 mörk í öllum keppnum á tímabilinu með Dortmund og norska landsliðinu.
„Aðeins tíu félag hafa efni á Haaland eins og staðan er í dag,“ sagði Mino Raiola, umboðsmaður kappans, í samtali við BBC.
„Fjögur af þessum tíu félögum eru á Englandi en ég held að það myndi ekkert félag slá hendinni á móti því að fá leikmann eins og hann til sín.
Að hafna honum væri svipað og ef eitthvað lið í Formúlu-1 myndi hafna því að fá heimsmeistarann Lewis Hamilton til liðs við sig,“ bætti Raiola við.