Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson verður líklegast ekki með Burnley gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á sunnudaginn kemur.
Jóhann meiddist gegn Fulham á dögunum og lék ekki gegn West Brom í síðasta leik. Meiðslin eru þó ekki talin alvarleg, en Jóhann hefur misst mikið út á tímabilinu vegna meiðsla.
„Jóhann er ekki klár og það kæmi mér á óvart ef hann getur verið í hóp á sunnudaginn,“ sagði Sean Dyche knattspyrnustjóri Burnley á blaðamannafundi í dag.