Jamal Lascelles og Ruben Neves skoruðu báðir falleg skallamörk er Newcastle og Wolves skildu jöfn, 1:1, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Newcastle er enn í 17. sæti, nú fjórum stigum fyrir ofan fallsæti. Wolves er í 12. sæti með 34 stig, en liðið hefur leikið fimm leiki í röð í deildinni án ósigurs.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr ensku úrvalsdeildinni í samstarfi við Símann sport.