„Það fer eftir því hvernig víti ég er að fara að taka hvort ég skoða markvörðinn eða ekki,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður og leikmaður Everton í samtali við Tómas Þór Þórðarson hjá Símanum sport.
Gylfi gulltryggði 2:0-sigur Everton á Liverpool í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi en sigurinn var sá fyrsti hjá Everton á Anfield frá árinu 1999.
„Kvöldið áður kláraði ég seríu á Amazon þar sem brasilíska landsliðinu er fylgt á Copa America og ég sá töluvert af honum (Alisson markverði Liverpool) á æfingum og í leikjum í undankeppni,“ sagði Gylfi.
Mbl.is birtir viðtal við Gylfa í fjórum hlutum í samvinnu við Símann sport, en myndskeiðið hér fyrir ofan er annar hluti. Fyrsti hlutinn kom út í gær og má nálgast hér fyrir neðan.