Hollendingurinn Anwar El Ghazi var hetja Aston Villa í 1:0-sigri á Leeds á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
El Ghazi skoraði sigurmarkið strax í upphafi leiks og tókst Leeds ekki að jafna þrátt fyrir að vera mikið með boltann.
Markið og önnur tilþrif úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.