Það vantaði ekki dramatíkina er WBA og Brighton mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en lokatölur urðu 1:0, WBA í vil.
Varnarmaðurinn Kyle Bartley skoraði sigurmarkið strax á 11. mínútu. Brighton reyndi hvað það gat til að jafna og brenndi liðið af tveimur vítaspyrnum og skoraði mark sem var dæmt af.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.