Chelsea og Manchester United gerðu markalaust jafntefli í stórslag helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en gríðarlega umdeilt atvik setti svip sinn á leikinn.
Leikmenn United vildu fá dæmda vítaspyrnu á Callum Hudson-Odoi, sem virtist sannarlega handleika knöttinn inni í eigin vítateig, en eftir að hafa skoðað atvikið í VAR-skjánum ákvað Stuart Attwell dómari að dæma ekkert. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri United, var allt annað en sáttur en atvikið og fleiri tilþrif leiksins má sjá í spilaranum hér að ofan.