Enska B-deildarfélagið Sheffield Wednesday hefur ráðið Darren Moore til starfa sem knattspyrnustjóra. Tekur hann við af Tony Pulis sem var rekinn á dögunum.
Moore kemur til Sheffield-liðsins frá Doncaster í C-deildinni en Sheffield Wednesday er í fallsæti í B-deildinni, sex stigum frá öruggu sæti. Liðið hefur tapað fjórum síðustu leikjum.
Moore hefur gert fína hluti með Doncaster en hann skilur við liðið í sjötta sæti C-deildarinnar. Moore stýrði áður WBA, en hann er 46 ára gamall.