Tottenham vann sinn annan deildarsigur í röð þegar liðið heimsótti Fulham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Craven Cottage í London í kvöld.
Leiknum lauk með 1:0-sigri Tottenham en sjálfsmark Tosins Adarabioyos réð úrslitum í London.
Fyrir leik kvöldsins hafði Tottenham ekki tekist að vinna tvo deildarleiki í röð síðan 21. nóvember og sigurinn því afar kærkominn fyrir José Mourinho og læirsveina hans.
Þeir Dele Alli, Harry Kane, Son Heung-Min og Gareth Bale voru allir í byrjunarliði Tottenham í kvöld en liðið er í áttunda sæti deildarinnar með 42 stig.
Fulham er hins vegar í átjánda sætinu með 23 stig, þremur stigum frá öruggu sæti.