Richarlison skoraði sigurmark Everton þegar liðið heimsótti WBA í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.
Markið kom eftir stoðsendingu frá Gylfa Þór Sigurðssyni sem var nýkominn inn á sem varamaður.
Leiknum lauk með 1:0-sigri Everton en þetta var annar leikurinn í röð þar sem Gylfi leggur upp sigurmarkið.
Leikur WBA og Everton var sýndur beint á Símanum Sport.