Leicester vann nauman 2:1-sigur á Brighton á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Brighton komst yfir strax á 10. mínútu þegar Adam Lallana skoraði eina mark fyrri hálfleiks eftir undirbúning hjá Neal Maupay.
Kelechi Iheanacho jafnaði metin á 62. mínútu með huggulegri afgreiðslu eftir glæsilega sendingu frá Youri Tielemans áður en Daniel Amartey skoraði sigurmarkið á 87. mínútu með skalla af stuttu færi eftir mistök hjá Robert Sanchez í marki Brighton.
Leicester er í öðru sæti með 53 stig, tólf stigum á eftir toppliði Manchester City. Brighton er í 16. sæti með 26 stig, þremur stigum fyrir ofan fallsæti.