Daniel Amartey skoraði sigurmark Leicester í 2:1-sigri á Brighton á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Markið kom eftir mistök hjá Robert Sanchez í marki Brighton.
Adam Lallana kom Brighton fyrir snemma leiks en þeir Amartey og Kelechi Iheanacho sneru taflinu við fyrir Leicester.
Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.