Sheffield United og Southampton mætast í 28. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á Bramall Lane í Sheffield klukkan 15 og hægt er að sjá leikinn í beinni útsendingu hér á mbl.is.
Útsendingin hefst kl. 14.30 með upphitun fyrir leikinn á Símanum Sport og er á sérvefnum Enski boltinn.
Sheffield United situr á botni deildarinnar með aðeins 14 stig og er 12 stigum frá því að komast úr fallsæti. Southampton hefur aðeins fengið eitt stig í síðustu níu leikjum og er dottið niður í fjórtánda sætið með 30 stig.