Aston Villa og Wolves skildu jöfn, 0:0, í næstsíðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.
Wolves fékk nokkur úrvalsfæri til að skora sigurmarkið en Emiliano Martínez í marki Aston Villa átti afar góðan leik.
Besta færið fékk Romain Saiz en hann skaut yfir markið þrátt fyrir að hafa nánast staðið á marklínunni. Conor Coady fékk einnig gott færi til að skora er hann komst einn gegn Martínez en Argentínumaðurinn sá við honum.
Aston Villa er í níunda sæti með 40 stig og Wolves í 12. sæti með 35 stig.