Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir lék sinn fyrsta leik með West Ham er liðið mátti þola 0:2-tap fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Dagný var í byrjunarliði West Ham og lék allan leikinn. Dagný, sem kom til West Ham í janúar, hefur verið að glíma við meiðsli og lék því ekki með liðinu fyrr en í dag.
West Ham er í ellefta sæti af tólf liðum með átta stig, tveimur stigum fyrir ofan botnlið Bristol City og í mikilli botnbaráttu.