Margrét Lára Viðarsdóttir velti því fyrir sér í Vellinum á Símanum sport í kvöld hvort Manchester United ætlaði að selja David de Gea markvörð.
Dean Henderson stóð á milli stanganna í 2:0-sigrinum á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og lék afar vel, en de Gea fékk frí til að taka á móti barni með eiginkonu sinni.
De Gea er einn launahæsti leikmaður deildarinnar og Henderson gæti verið arftaki Spánverjans í markinu hjá United.
Umræðurnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.