„Ég minntist á þetta á 75. mínútu hvort hann þyrfti ekki að fara að hægja á sér,“ sagði Bjarni Þór Viðarsson um frammistöðu Lukes Shaws í sigri Manchester United á nágrönnunum í City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær.
Shaw hefur verið einn af betri mönnum United í vetur og var allt í öllu í grannaslagnum, skoraði annað mark gestanna og var manna duglegastur í þokkabót. „Hann var maður leiksins í dag,“ bætti Bjarni við en hann var að ræða við þau Tómas Þór Þórðarson og Margréti Láru Viðarsdóttur.
Umræðuna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.