Kai Havertz átti frábæran leik fyrir Chelsea þegar liðið fékk Everton í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Stamford Bridge í London í kvöld.
Havertz átti stóran þátt í fyrsta marki Chelsea þegar skot hans fór af Ben Godfrey, varnarmanni Everton, og í netið.
Í síðari hálfleik fiskaði Þjóðverjinn svo vítaspyrnu sem Jorginho skoraði úr af miklu öryggi.
Leikur Chelsea og Everton var sýndur beint á Síminn Sport.