Marcus Rashford, sóknarmaður enska knattspyrnufélagsins Mancehster United, mun gangast undir frekari skoðanir í dag vegna meiðsla sem hann varð fyrir um helgina.
Það er Manchester Evening News sem greinir frá þessu en Rashford haltraði af velli á 73. mínútu í 2:0-sigri United gegn Manchester City á Etihad-vellinum í Manchester í gær.
Rashford átti góðan leik á vinstri kantinum en hann meiddist á ökkla eftir samstuð við varnarmenn City og gat því ekki klárað leikinn.
Rashford hefur spilað vel fyrir United á tímabilinu og skorað níu mörk í 28 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Þá hefur hann gefið sjö stoðsendingar í jafn mörgum leikjum en alls hefur hann skorað 19 mörk í öllum keppnum á tímabilinu fyrir United og England.
Rashford er 23 ára gamall en alls á hann að baki 257 leiki fyrir félagið þar sem hann hefur skorað 85 mörk.