Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, skaut föstum skotum að blaðamanni ónefnds dagblaðs á blaðamannafundi sínum í dag.
City tekur á móti Southampton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á morgun á Etihad-vellinum í Manchester.
City-menn hafa verið á miklu skriði á tímabilinu en liðið vann 21 leik í röð í öllum keppnum áður en það tapaði 2:0-fyrir Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á heimavelli um síðustu helgi.
City er með 65 stig og hefur ellefu stiga forskot á toppi deildarinnar en Southampton, sem er í fjórtánda sæti með 33 stig, tapaði 9:0-fyrir Manchester United á dögunum og 9:0-gegn Leicester á síðustu leiktíð.
Báðir tapleikirnir fóru fram á heimavelli Southampton, St. Mary's, en Guardiola var spurður að því í dag hvort City gæti skorað níu mörk gegn Southampton.
„Við ætlum að skora átján mörk,“ sagði Guardiola pirraður á fundinum í dag.
„Við ætlum að vinna leikinn 18:0! Þetta er heimskulegasta spurning sem ég hef heyrt!
Þeir fengu á sig níu mörk og voru einum manni færri í 80. mínútur. Heldurðu að knattspyrna sé bara eitthvert grín?
Að vinna leikinn á morgun væri afrek fyrir okkur og það er það eina sem ég er að hugsa um,“ bætti Guardiola við.