United getur orðið enskur meistari

Bruno Fernandes kom United á bragðið á Etihad-vellinum um helgina.
Bruno Fernandes kom United á bragðið á Etihad-vellinum um helgina. AFP

Manchester United batt enda á 21 leiks sigurgöngu nágranna sinna í Manchester City er toppliðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um síðustu helgi.

Þrátt fyrir 2:0-sigur United er munurinn mikill á liðunum. City er með 65 stig og hefur ellefu stiga forystu á nágranna sína. Engu að síður telur Pep Guardiola, stjóri City, að allt geti gerst nú þegar tíu umferðir eru óleiknar.

„Engin spurning, allt getur gerst í fótbolta,“ sagði Spánverjinn á blaðamannafundi í dag, aðspurður hvort United ætti enn möguleika á toppnum. „Enginn sá fyrir sér að við myndum vinna 21 leik í röð, allt getur gerst og fyrir lið eins og United, þeir gætu leikið það eftir.“

United hefur nú unnið á útivelli gegn City þrisvar í röð í öllum keppnum í fyrsta sinn í rúm 20 ár. „Við vorum hnuggnir efir þetta tap, það er eðlilegt. Við erum svo núna bara einbeittir fyrir leikinn gegn Southampton.“

Pep Guardiola.
Pep Guardiola. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert